Eftirlaun

Eftirlaun tryggja fjárhagslegt öryggi og stöðugan tekjustofn þegar starfsævinni lýkur.

Um eftirlaun

Meginhlutverk Lífeyrissjóðs bankamanna er að tryggja sjóðfélögum örugga framtíð og greiða þeim eftirlaun þegar réttindi hafa verið áunnin.

Frá 1. janúar 1998 skiptist sjóðurinn í tvær deildir:

  • Hlutfallsdeild fyrir þá sem hófu störf fyrir 1. janúar 1998.
  • Aldursdeild (áður Stigadeild) fyrir þá sem hófu störf eftir 1. janúar 1998 eða kusu að flytja réttindi sín að hluta eða öllu leyti í Aldursdeild. Nafninu var breytt í ársbyrjun 2008.

Hlutfallsdeild

  • Sjóðfélagi getur hætt störfum með fullum réttindum 65 ára.
  • Ef hámarksréttindum hefur ekki verið náð, er hægt að vinna sér inn viðbótarréttindi með áframhaldandi starfi og iðgjaldagreiðslum.
  • Sá sem er orðinn 60 ára og hefur samanlagt aldur + starfsaldur = 95 ár, getur hætt störfum með rétti til eftirlauna.
  • Sjóðfélagi sem er 60 ára getur einnig hætt störfum og tekið eftirlaun, þó hann nái ekki 95 ára reglu, en þá skerðast eftirlaunin um 0,5% fyrir hvern mánuð sem vantar upp á 65 ára aldur.

Upphæð eftirlauna

  • Reiknuð sem hundraðshluti af launum fyrir fullt starf í þeirri stöðu sem sjóðfélagi gegndi síðustu 5 árin.
  • Fyrstu 4 árin eru endurmetin til verðlags á síðasta árinu með vísitölu neysluverðs.
  • Eftirlaunin nema 1,62% fyrir hvert iðgjaldagreiðsluár í fullu starfi, að hámarki 64,8%. Hlutfallið lækkar ef starfshlutfall er minna.

Aldursdeild

  • Viðmiðunaraldur fyrir töku eftirlauna er 70 ár.
  • Heimilt er að hefja töku lífeyris frá 60 ára aldri, en þá skerðast eftirlaunin fyrir hvern mánuð sem vantar upp á 70 ára aldur, samkvæmt töflum II a og b í samþykktum.
  • Ef sjóðfélagi bíður með að taka lífeyri eftir 70 ára aldur, hækka eftirlaunin fyrir hvern mánuð sem töku er frestað, samkvæmt töflum III a og b í samþykktum.