Maka- og barnalífeyrir

Makalífeyrir tryggir eftirlifandi maka og börnum fjárhagslegan stuðning eftir andlát sjóðfélaga.

Um makalífeyri

Í upphafi, þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1929, var fjallað um „ekkjustyrk“ í reglugerð sjóðsins, enda störfuðu einungis karlmenn í bankanum. Tímar hafa breyst og nú er meirihluti starfsmanna konur sem hefur leitt til breytinga á reglum sjóðsins.

Frá 1. janúar 1998 skiptist Lífeyrissjóður bankamanna í tvær deildir:

  • Hlutfallsdeild
  • Aldursdeild (áður Stigadeild, nafni breytt 2008)

Greiðslur makalífeyris eru mismunandi eftir deildum. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu atriði í hvorri deild en nánari upplýsingar má finna í samþykktum sjóðsins:

  • 13. grein fyrir Hlutfallsdeild
  • 23. grein fyrir Aldursdeild

Hlutfallsdeild

Ef sjóðfélagi fellur frá, á eftirlifandi maki rétt á lífeyri úr sjóðnum, að því gefnu að hinn látni hafi greitt iðgjöld í minnst 12 mánuði.

Fjárhæð makalífeyris:

  • Nemur 10/17 af áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga.

Eingreiðsla við andlát:

  • Greidd til eftirlifandi maka samkvæmt reglum um hóplíftryggingu bankamanna skv. kjarasamningi SSF og bankanna frá 8. júní 1995.

Aldursdeild

Við andlát sjóðfélaga á eftirlifandi maki rétt á makalífeyri úr sjóðnum í 24 mánuði, ef:

  • Sjóðfélagi hefur notið elli- eða örorkulífeyris
  • eða greitt iðgjöld í minnst 24 mánuði af síðustu 36 mánuðum
  • eða öðlast rétt til framreiknings skv. lögum nr. 129/1997.
  • Ef makinn hefur barn/börn undir 23 ára aldri á framfæri, greiðist makalífeyrir þar til yngsta barnið nær 23 ára aldri.

Upphæð makalífeyris:

  • Reiknast af meðaltali grundvallarlauna og byggir á stigafjölda sjóðfélagans, margfaldað með 0,9.