Ársuppgjör Lífeyrissjóðs bankamanna 2024
Samkvæmt ársreikningi nam hrein eign Lífeyrissjóðs bankamanna 118,9 milljörðum króna í lok árs 2024 og hækkaði um 8,4 milljarða króna milli ára.
Hrein nafnávöxtun Aldursdeildar var 10,7% á árinu 2024 sem samsvarar 5,7% raunávöxtun samanborið við 1,7% raunávöxtun á árinu 2023. Hjá Hlutfallsdeild var hrein nafnávöxtun 8,8% á árinu 2024 sem samsvarar 3,8% raunávöxtun samanborið við 2,1% raunávöxtun á árinu 2023.
Meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá Aldursdeild er 3,2% síðustu 5 ár, 3,7% síðustu 10 ár og 4,2% síðustu 20 ár. Hjá Hlutfallsdeild er meðal raunávöxtun 2,3% síðustu 5 ár, 3,2% síðustu 10 ár og 3,7% síðustu 20 ár.
Rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu eigna lækkar úr 0,15% í 0,13%.
Tryggingafræðileg staða Aldursdeildar er jákvæð og námu heildareignir 0,5% umfram heildarskuldbindingar samanborið við 10,4% neikvæða stöðu árið áður. Skýrist bætt staða af lækkun áunninna lífeyrisréttinda sem kom til framkvæmda 1. október 2024, auk þess sem raunávöxtun ársins 2024 var talsvert yfir viðmiði. Tryggingafræðileg staða Hlutfallsdeildar er neikvæð og námu heildarskuldbindingar 2,4% umfram heildareignir í lok árs 2024 og er óbreytt frá fyrra ári.
Lykiltölur úr ársreikningi má finna hér.
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn þriðjudaginn 27. maí næstkomandi kl. 17:00 á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28.