Hlutverk sjóðsins
Lífeyrissjóður bankamanna tryggir sjóðfélögum, eftirlifandi mökum og börnum þeirra lífeyri samkvæmt samþykktum sjóðsins. Sjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og starfar undir opinberu eftirliti, líkt og aðrir lífeyrissjóðir á Íslandi.
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sem hafa náð 16 ára aldri verða sjóðfélagar og greiða iðgjöld meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki. Sjóðfélagar sem hætta störfum geta óskað eftir að halda áfram greiðslum í Aldursdeild.