Lífeyrissjóður bankamanna

Lífeyrissjóður bankamanna tryggir sjóðfélögum, eftirlifandi mökum og börnum þeirra lífeyri samkvæmt samþykktum sjóðsins. Sjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og starfar undir opinberu eftirliti, líkt og aðrir lífeyrissjóðir á Íslandi.

Hlutverk sjóðsins

Lífeyrissjóður bankamanna tryggir sjóðfélögum, eftirlifandi mökum og börnum þeirra lífeyri samkvæmt samþykktum sjóðsins. Sjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og starfar undir opinberu eftirliti, líkt og aðrir lífeyrissjóðir á Íslandi.

Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sem hafa náð 16 ára aldri verða sjóðfélagar og greiða iðgjöld meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki. Sjóðfélagar sem hætta störfum geta óskað eftir að halda áfram greiðslum í Aldursdeild.

Eftirlaun

Meginhlutverk Lífeyrissjóðs bankamanna er að tryggja sjóðfélögum örugga framtíð og greiða þeim eftirlaun í samræmi við áunnin réttindi.

Lesa meira

Örorkulífeyrir

Örorkulífeyrir veitir sjóðfélögum fjárhagslegan stuðning ef þeir verða ófærir um að gegna starfi sínu vegna varanlegrar skerðingar á starfsgetu.

Lesa meira

Maka- og barnalífeyrir

Makalífeyrir tryggir eftirlifandi maka og börnum fjárhagslegan stuðning eftir andlát sjóðfélaga.

Lesa meira

Yfirlit sjóðfélaga aðgengileg á sjóðfélagavel

1. október 2025

Nýtt yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur og stöðu áunninna réttinda 2025 er nú aðgengilegt undir flipanum "skjöl" á sjóðsfélagavef

Niðurstaða ársfundar 2025

28. maí 2025

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hótel Reykjavík Grand þann 27. maí síðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.

Ársuppgjör Lífeyrissjóðs bankamanna 2024

29. apríl 2025

Hrein eign Lífeyrissjóðs bankamanna nam 118,9 milljörðum króna í lok árs 2024 og hækkaði um 8,4 milljarða króna milli ára.

Ársfundur 2025 - vefstreymi

23. apríl 2025

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn þriðjudaginn 27. maí næstkomandi kl. 17:00 á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28.