Beint á leiðarkerfi vefsins

Eftirlaun

Eitt meginhlutverk Lífeyrissjóðs bankamanna er að tryggja framtíð sjóðfélaga sinna og greiða þeim eftirlaun sem hafa öðlast til þess réttindi.
Með Samþykktum sem tóku gildi 1. janúar 1998 skiptist Lífeyrissjóður bankamanna í tvær sjálfstæðar deildir, Hlutfallsdeild fyrir þá sem hófu störf fyrir 1. janúar 1998 og Stigadeild fyrir þá sem hófu störf eftir 1. janúar 1998 og þá sem við breytinguna kusu að færa áunnin réttindi sín, öll eða að hluta, í Stigadeildina. Nafni Stigadeildar var breytt í ársbyrjun 2008 og heitir hún nú Aldursdeild.
Réttur til eftirlauna er mismunandi eftir deildum. Í gluggum merktum Eftirlaun, Örorkulífeyrir, Makalífeyrir og Barnalífeyrir,  verða helstu atriði í hvorri deild fyrir sig tíunduð, en nánar er hægt að lesa um iðgjöld og réttindi í Samþykktum sjóðsins hér á vefnum og fjallar 2. kafli um Hlutfallsdeild en 3. kafli um Stigadeild/Aldursdeild.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta