Lífeyrissjóðslán

Umsókn um sjóðfélagalán

Hér eru helstu lánareglur tíundaðar. Neðst á þessari síðu er hægt að nálgast umsóknareyðublaðið á pdf formi og gera rafræna umsókn um sjóðfélagalán.

Helstu útlánareglur

  • Lánsfjárhæð er kr. 70.000.000.- hámark.
  • Lánstími 5 til 40 ár.
  • Lánin eru bundin vísitölu neysluverðs.
  • Lántökugjald er kr. 52.500.
  • Gjald vegna greiðslumats er kr. 7.000.- fyrir einstakling en kr. 14.000.- fyrir hjón eða sambúðaraðila.
  • Sjóðurinn tekur almennt ekki gilt greiðslumat unnið af þriðja aðila.
  • Vextir eru fastir, 3,95% frá 23.11.2023.

Helstu lántökuskilyrði

  • Sjóðfélagar sem greiða iðgjöld til sjóðsins og standast greiðslumat hjá sjóðnum, eiga hjá honum réttindi eða taka lífeyri hjá sjóðnum eiga kost á að sækja um lán hjá sjóðnum allt að kr. 70.000.000.-.
  • Lánað er gegn fasteignaveði allt að 70% af kaupverði eða matsverði enda sé hlutfall ekki hærra en 100% af brunabótamati að viðbættu lóðamati.
  • Ef íbúðarhúsnæði það sem veð er tekið í fyrir láninu er í sameign með maka eða sambúðaraðila skulu báðir aðilar undirrita lánsumsókn og veðskuldabréf sem lántakendur.

Gögn sem skila þarf inn með umsókn vegna greiðslumats:

  • Skattframtal síðasta árs og nýtt staðgreiðsluyfirlit frá RSK.
  • Launaseðla síðustu 6. mánaða.
  • Nýjustu greiðsluseðla allra lána.
  • Samþykkt kauptilboð eða nýtt verðmat sé um endurfjármögnun að ræða.

Rafræn umsókn og umsóknareyðublað

Texti um rafræna umsókn og umsóknareyðublað