25.04.2024

Ársfundur 2024 og rafrænt stjórnarkjör

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 29. maí næstkomandi kl. 17:00 á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28. (Salur - Háteigur).

Dagskrá:

1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins

2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins

3. Önnur mál

Rafrænt stjórnarkjör

Vakin er athygli á að viku fyrir ársfund fer fram rafræn kosning þriggja stjórnarmanna og skulu tilkynningar um framboð, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skriflega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársfund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins. Verða frambjóðendur kynntir á heimasíðu sjóðsins eftir að framboðsfresti lýkur þann 15. maí.

Rafræn kosning til aðalstjórnar hefst á vef sjóðsins kl. 17:00 miðvikudaginn 22. maí 2024 og stendur yfir til kl. 17:00 þriðjudaginn 28. maí 2024. Á þeim tíma munu sjóðfélagar einnig eiga þess kost að greiða atkvæði á skrifstofu sjóðsins á venjubundnum afgreiðslutíma.

Á ársfundinum fer jafnframt fram kosning þriggja stjórnarmanna til vara og teljast frambjóðendur til aðalstjórnar sem ekki ná kjöri einnig vera í kjöri til varastjórnar. Niðurstöður kosningar verða kynntar á fundinum skv. 2.5 gr. samþykkta.

Sjóðfélagar sem ekki mæta á fundinn munu geta fylgst með fundinum í gegnum vefstreymi á vef sjóðsins.

Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins að Skipholti 50b eigi síðar en viku fyrir ársfund. Einnig verður hægt að nálgast tillögurnar og allar nánari upplýsingar hér á vef sjóðsins.

Til baka í fréttir