14.09.2005

Ekki verður af skerðingu réttinda í Hlutfallsdeild að svo stöddu

Þann 14. september 2005 barst Lífeyrissjóði bankamanna bréf frá Fjármálaráðuneyti, en það var svar við bréfi sjóðsins frá 13. maí 2005 varðandi skerðingu á réttindum í hlutfallsdeild. Bréf Fjármálaráðuneytisins hefur eftirfarandi niðurlag:


"Það er mat ráðuneytisins, með vísan til ofangreinds, að Lífeyrissjóði bankamanna sé ekki heimilt að grípa til þeirra ráðstafana sem mælt er fyrir um í 39. gr. laga nr. 129/1997 þar sem slík ráðstöfun stangast á við 54. gr. laganna um að starfa á óbreyttum réttindagrundvelli".


Þetta þýðir að stjórn sjóðsins getur ekki lagt til skerðingu á réttindum í Hlutfallsdeild þrátt fyrir bága stöðu deildarinnar. En samkvæmt fyrrgreindum lögum öðlast breytingar á samþykktum Lífeyrissjóða ekki gildi nema með staðfestingu ráðuneytisins. 

Til baka í fréttir