28.03.2022

Góð ávöxtun Aldursdeildar og jákvæð tryggingafræðileg staða

Hrein nafnávöxtun Aldursdeildar var 16,01% á árinu 2021 sem samsvarar 10,64% raunávöxtun samanborið við 7,71% raunávöxtun á fyrra ári.  Hjá Hlutfallsdeild, sem býr við mun lægra áhættustig, var hrein nafnávöxtun 9,35% sem samsvarar 4,30% raunávöxtun samanborið við 3,54% raunávöxtun á fyrra ári. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá Aldursdeild er 6,3% síðustu 5 ár og  4,0% hjá Hlutfallsdeild.

Hrein eign Lífeyrissjóðs bankamanna nam kr. 101,7 milljörðum króna í lok árs 2021, 61,4 milljarðar í Aldursdeild og 40,3 milljarðar í Hlutfallsdeild.
Tryggingafræðileg staða Aldursdeildar batnaði verulega á árinu og er nú  jákvæð með heildareignir 1,8% umfram heildarskuldbindingar. Tryggingafræðilega staða Hlutfallsdeildar batnaði lítillega og eru heildarskuldbindingar 4,6% umfram heildareignir samanborið við 4,8% árið áður .

Rekstrarkostnaður sjóðsins sem hlutfall af meðalstöðu eigna hélst óbreytt í 0,16%. Frekari upplýsingar um rekstur sjóðsins má sjá í ársreikningi.

avöxtun 2021

Til baka í fréttir