02.11.2021

Lífeyrissjóður bankamanna eykur grænar fjárfestingar

Lífeyrissjóður bankamanna hefur, ásamt 12 öðrum íslenskum lífeyrissjóðum, skrifað undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC) um stórauknar fjárfestingar í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Með yfirlýsingunni, sem var formlega kynnt í morgun á lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, bætast lífeyrisjóðirnir 13 í hóp fjölda norrænna og breskra lífeyrisjóða sem gefið hafa út sambærilegar yfirlýsingar. Einkum verður horft til sjálfbærrar orkuframleiðslu og tengdra verkefna s.s. aukinnar notkunar hreinnar orku í samgöngum og atvinnustarfsemi. 

Með þátttöku í CIC vill Lífeyrissjóður bankamanna styðja við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og er þátttakan liður í stefnu sjóðsins um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Grænar fjárfestingar nema nú þegar um 4,7 milljörðum króna eða um 4,8% af eignasöfnum sjóðsins. Gert er ráð fyrir því að grænar fjárfestingar sjóðsins aukist um rúma 10 milljarða króna á tímabilinu og stefnt að því að hlutfall grænna fjárfestinga nái a.m.k. 10% af eignum árið 2030.

 Sjá nánar í meðfylgjandi fréttatilkynningu.

Til baka í fréttir