27.05.2021

Niðurstöður ársfundar 2021

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 26. maí síðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.

Ari Skúlason, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu þætti í starfsemi sjóðsins á síðasta ári.  Þá kynnti Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri sjóðsins, ársreikning 2020 og fjárfestingarstefnur beggja deilda. Þá fór tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, yfir tryggingafræðilega stöðu beggja deilda lífeyrissjóðsins.

Samþykktar voru tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins. Tillögurnar verða sendar til afgreiðslu hjá aðildarfyrirtækjum sjóðsins í samræmi við 7. gr. samþykkta.  Að fenginni staðfestingu aðildarfyrirtækja fara nýjar samþykktir til fjármála- og efnahagsráðuneytis til staðfestingar.

Skoðunarmenn sjóðsins voru kjörin þau Guðrún Antonsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson.

Hér má skoða kynningu sem farið var yfir á fundinum ásamt fundargerð.

Til baka í fréttir