28.04.2022

Niðurstöður ársfundar 2022

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 27. apríl slíðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.

Ari Skúlason, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu þætti í starfsemi sjóðsins á síðasta ári.  Þá kynnti Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri sjóðsins, ársreikning 2021  og fjárfestingarstefnur beggja deilda. Loks fór tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, yfir tryggingafræðilega stöðu beggja deilda lífeyrissjóðsins.

Kosið var í þrjú stjórnarsæti á fundinum og hlutu eftirtaldir einstaklingar kosningu: Ari SkúlasonHelga Jónsdóttir og Ingólfur Guðmundsson. Varamenn voru kjörnir í eftirfarandi röð: Sigurjón Gunnarsson, Kjartan Jóhannesson og Elín Dóra Halldórsdóttir. Í framhaldinu tilnefndu aðildarfyrirtæki lífeyrissjóðsins  eftirtalda einstaklinga til stjórnarsetu skv. 2. gr. samþykkta sjóðsins: Sigurð Kára Tryggvason, af hálfu Landsbankans, Ástríði Gísladóttur, af hálfu Seðlabankans og Sunnu Ósk Friðbertsdóttur, af hálfu aðildarfyrirtækja sameiginlega.

Hér má skoða glærur og fundargerð frá fundinum.

Skoðunarmenn sjóðsins voru kjörin þau Guðrún Antonsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. 

Til baka í fréttir