22.08.2006

Samkomulag í höfn.

Samkomulag hefur tekist milli stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna og aðildarfyrirtækja Hlutfallsdeildar sjóðsins, þannig að ekki þurfi að koma til skerðingar lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Hlutfallsdeild LB. Einnig er rekstrargrundvöllur sjóðsins tryggður til framtíðar að því gefnu að ávöxtun hans bíði ekki hnekki.

Gengið hefur verið frá viljayfirlýsingu um lausn málsins en efni hennar verður ekki gert opinbert að svo stöddu. Þegar endanlegur samningur liggur fyrir, mun stjórn sjóðsins boða til sjóðfélagafundar, þar sem niðurstöður samningsins verða kynntar og leitað samþykkis sjóðfélaga.

Stjórn sjóðsins hefur því ákveðið að taka málið gegn Landsbanka Íslands og íslenska ríkinu úr dómi.  

Til baka í fréttir