02.11.2006

Sjóðfélagafundur

Fundur sjóðfélaga í Hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn fimmtudaginn 2. nóvember 2006. Á dagskrá var tillaga um heimild stjórnar sjóðsins til þess að ganga til samkomulags við aðildarfyrirtæki deildarinnar, vegna þess vanda sem hún stendur frammi fyrir. Friðbert Traustason, formaður stjórnarinnar, útskýrði vanda deildarinnar, tillöguna og framtíðarhorfur. Á annað hundrað manns sóttu fundinn og samþykktu þeir tillögu stjórnarinnar lítillega breytta með þorra greiddra atkvæða.

Tillaga stjórnarinnar sjá hér  

Til baka í fréttir